Orkublanda sem eru hönnuð fyrir löng hlaup og erfiðar æfingar. Auðdrekkanleg orkublanda sem er samsett með réttum hlutföllum kolvetna (carbs), próteina (protein), steinefnasalta (Electrolytes) og amínósýra (BCAAs) til að koma þér lengra án þess að lenda í sykurfalli. Auk kolvetna og amínósýra er einnig að finna sölt og steinefni, og þá sérstaklega kalk, kalíum og magnesíum.
Neutral orkublandan hefur basískt ph sem hjálpar við að koma jafnvægi á magasýrurnar og koma þannig í veg fyrir óþægindi í þörmum.
Ráðleggingar um notkun
Blandið 2 skeiðum í 500ml af vatni.Við mælum með að drekka skammt á ca. 60 mínútna fresti á meðan keppni eða æfingu stendur. Einnig er hægt aðlaga skammta eftir lengd og ákefð æfinga/keppni.
ATH: Getur innihaldið snefil af Soya, mjólk og eggjum.
Einstaklingar með ofnæmi fyrir sinnepi geta einnig fundið fyrir ofnæmisviðbrögðum af Canola próteini.




