Skilmálar - Sportís.is

Leita

Skilmálar

Afhendingartími
Afhendingartími er að jafnaði 1-3 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist. Varan er send með pósti eða sótt til okkar í húsnæði Sportís í Skeifunni 11, 108 Reykjavík. Þegar vara er væntanleg getur afhendingartíminn verið frá 1-3 vikur.
 
Pantanir
Pantanir eru afgreiddar þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Vinsamlegast takið fram ef um gjöf er að ræða svo við getum sett skilamiða á vöruna.
 
Skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er keypt eða afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Skilaréttur tekur ekki til lagersöluvöru. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan hefur verið móttekin. Flutnings-og póstburðargjöld (ef einhver) eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.
 
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Sportís ehf sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.  Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.
 
Sendingarkostnaður
Við bjóðum uppá endurgjaldslausar sendingar á öllum netpöntunum yfir 10.000kr í gegnum Íslandspóst.
Á netpöntunum undir 10.000kr er sendingarkostnaður lagður við heildarupphæðina. Innan höfuðborgarsvæðisins (895kr í Póstbox, 1150kr á Pósthús og 1495kr Pakki heim). Utan höfuðborgarsvæðisins (1350kr í Póstbox og Pósthús, 1950kr Pakki heim).
ATH. Við greiðum aðeins einu sinni fyrir sendingu á vöru. Ef skipta þarf vöru þá er sending á kostnað viðskiptavinar.
  
Greiðslur
Við bjóðum upp á millifærslu, greiðslu með greiðslukorti, Netgíró, Pei greiðsluþjónusta eða Síminn Pay Léttkaup.
Netgíró býður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú þarft að vera með aðgang hjá Netgíró til þess að nýta þér þjónustuna, fyrir þá sem hafa hann ekki er hægt að skrá sig hérna. Þegar þú greiðir með Netgíró þarftu aðeins að skrá inn kennitölu og lykilorð og þá er pöntunin frágengin. Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga, vaxtalaust. Einnig er hægt að velja að greiða með raðgreiðslum og það er mögulegt á að dreifa því á 2-12 mánuði.
Pay er greiðslulausn frá Símanum og er í boði fyrir alla og algjörlega óháð fjarskiptafyrirtæki. Það er einfalt að sækja um Léttkaupskortið í gegnum Síminn Pay en með því getur þú fengið 14 daga greiðslufrest og dreift greiðslum í allt að 36 mánuði.