Elite Trainer Direto XR-T with Riser Block - Sportís.is

Leita

Elite Trainer Direto XR-T with Riser Block

Litur: Gray
Gray

Elite Trainer Direto XR-T

Direto XR-T hjólaþjálfinn (trainer) er toppurinn frá Elite. Hann hentar frábærlega þeim sem vilja bæta árangur sinn í hjólreiðum með markvissum æfingum. Hann er mjög einfaldur í uppsetningu og notkun, og virkar bæði með götu og fjallahjólum.

Elite Direto XR er með innbyggðum átaksmæli sem mælir átakið frá þér með ca 98.5% nákvæmni, sem gerir hann líklega að nákvæmasta hjólaþjálfa sem fáanlegur er. Direto þjálfinn er gagnvirkur, svo hann stillir átakið á æfingunni byggt á átakinu frá þér. Hann getur líkt eftir allt að 24% halla, sem er 10% meira en áður hefur verið mögulegt!

Þú getur haldið áfram að æfa hjólreiðar í allan vetur. Skoðað og borið saman árangur á æfingum, gert próf til að athuga hver staðan á þér er, og þér er óhætt að taka á af öllum krafti!

Direto XR tilheyrir nýrri kynslóð þjálfa sem nýta jafnt ANT+™ FE-C og Bluetooth til að tengjast hvaða “appi”, hugbúnaði, tölvu eða tæki (snjallsímar og spjaldtölvur) sem styðja við iOS, Android, OSX eða Windows. Þú velur einfaldlega það þjálfunarforrit sem þig langar að nota, tengist því á einfaldan hátt, og byrjar að hjóla. Direto XR þjálfinn stillir sjálfkrafa viðnámið og æfingunni hjá þér.

Hægt er að stýra Direto XR í gegnum My E-Training hugbúnaðinn og appið, en 12 mánaða áskrift er innifalin í verði þjálfans. Jafnframt er hægt að nota Zwift, TrainerRoad, The Sufferfest, Bkool, Kinomap og fleiri forrit við æfingar.

Heimaæfingar hafa aldrei verið jafn skemmtilegar og árangursríkar. Haltu áfram veginn í vetur!