Elite Trainer Suito-T with Riser Block - Sportís.is

Leita

Elite Trainer Suito-T with Riser Block

Elite Trainer Suito-T

SUITO-T er kraftmikill, áreiðanlegur og hljóðlátur hjólaþjálfi sem hægt er að nota með flestum tegundum reiðhjóla. Hann er nettur og stöðugur jafnvel undir fullu álagi. Hans helstu kostir eru að vera auðveldur í notkun hvort sem er heima eða

að heiman, auk þess að vera mjög áreiðanlegur.

SUITO-T hjólaþjálfinn líkir eftir brekkum með allt að 15% halla og með nákvæmi upp á ca 2,5% frávikum frá átaki. Þér er óhætt að taka á öllu þínu á Elite Suito-T hjólaþjálfanum. Með þjálfanum fylgir frí áskrift að Zwift í einn mánuð og árs-áskrift að “My E-Training”. Þú getur jafnframt notað önnur forrit eins og TrainerRoad, Kinomap, Rouvy, Bkool, Bikeyo og mörg fleiri.

SUITO-T virkar með öllum “öppum”, hugbúnaði og snjalltækjum í gegnum iOS, Android, MacOS og Windows. Þú velur bara hugbúnað, leiðina sem þú vilt fara og byrjar að hjóla. Suito-T stillir mótstöðuna sjálfkrafa. Góða ferð